Dýrðleg grænmetisbaka stútfull af nýrri uppskeru

Dýrðleg grænmetisbaka stútfull af nýrri uppskeru og auðvitað er að …
Dýrðleg grænmetisbaka stútfull af nýrri uppskeru og auðvitað er að leika sér með fyllinguna og velja það sem hverjum og einum finnst best. Unsplash/Angele Kamp

Þegar ný uppskera af grænmeti kemur í hús er svo dásamlegt að geta notað hana og útbúið undursamlega grænmetisrétti sem kitla bragðlaukana. Hér er um við með uppskrift að dýrðlegri grænmetisböku sem er stútfull af nýrri uppskeru og auðvitað er að leika sér með fyllinguna og velja það sem hverjum og einum finnst best. Þessi baka er ættuð frá frá Frakklandi en eins og við höfum áður fjalla um þá halda Frakkar í mikla bökuhefð og eru bökurnar þeirra nefndar Quiche eða Tartes. Eggin geta líka skipt miklu máli en eggin frá landsnámshænum sem fá að ganga lausar eru sérstaklega góð í bökur eins og þessar. Bragð og áferð enn betri.


Grunnurinn í bökurnar er ávallt eins og síðan er hægt að leika sér með fyllinguna. Við hjá Matarvefnum nýtum hér nýju uppskeruna í bökuna og útbúum böku sem er afar lík frægustu bökunni í Frakklandi, Quiche Lorraine, en hún er í raun grænmetisbaka. Þessi uppskrift er í boði Matarvefsins.

Grænmetisbaka eða Quiche Lorraine að hætti Matarvefsins
Bökudeig

  • 250 g hveiti (má nota spelt­hveiti eða heilhveiti)
  • 125 g smjör
  • ½ tsk. salt
  • ½ dl ylvolgt vatn

Aðferð:

  1. Byrjið á að gera bökudeigið.
  2. Setjið hveiti, salt og smjör í stóra skál og nuddið sam­an með höndunum þar til deigið verður nokkuð jafnt.
  3. Bætið vatninu út í og hnoðið saman.
  4. Búið til kúlu úr deiginu.
  5. Setjið matarfilmu yfir skálina með kúlunni í.
  6. Geymið í ísskáp þar til fyllingin er tilbúin. 

Fylling

  • 8 egg (við notuðum landsnámshænueggi frá Hrísey í þessa böku)
  • 1 msk. ólífuolía
  • 1 búnt vorlaukur, smátt skorinn
  • 1 stór kúrbítur, smátt skorinn
  • 1 stk. brokkólí
  • ½ box kokteiltómatar
  • 2 regnbogagulrætur
  • ólífur, steinlausar skornar í tvennt eftir smekk
  • 1 peli rjómi (2,5 dl)
  • salt og nýmalaður pipar eftir smekk
  • Rifinn ostur eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á að skera niður allt grænmetið.
  2. Léttsteikið á pönnu upp úr ólífuolíu.
  3. Kælið.
  4. Setjið egg og rjóma í skál og pískið saman.
  5. Saltið og piprið eftir smekk.

Samsetning:

  1. Byrjið á að hita ofninn í 190°C.
  2. Takið deigið úr ísskápnum.
  3. Fletjið út með kökukefli.
  4. Setjið í kringlótt form eða eldfast mót með meðalháum börmum.
  5. Látið deigið liggja út fyrir barmana og breiðið þannig að það nái yfir þá.
  6. Klípið með fingrun­um allan hringinn.
  7. Pikkið botninn með gaffli eða oddhvössum hníf.
  8. Setjið allt steikta hráefnið á deigið.
  9. Stráið síðan yfir rifnum osti eftir smekk.
  10. Hellið loks eggja- og rjómablöndunni yfir, passið að fylla ekki, bakan á eftir að lyfta sér meðan hún bakast.
  11. Setjið í ofninn og bakið í 40 til 45 mínútur eða þar til bakan er orðin gullinbrún og byrjuð að lyfta sér.
  12. Berið fram með fersku salati og dressingu eftir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert