Gómsætar rjómaostakúlur með beikoni

Þessar girnilegu rjómaostakúlur með beikoni eru fallegar á hvaða veisluborð …
Þessar girnilegu rjómaostakúlur með beikoni eru fallegar á hvaða veisluborð sem er. Ljósmynd/Gott í matinn

Uppáhaldsmánuður ostaunnenda er runninn upp, sjálfur Ostóber. Ostur er veislukostur og nú er rétti tíminn til að borða sína uppáhaldsosta, smakka nýja og prófa sig áfram með ostana í matargerð. Bráðinn ostur gerir allt svo girnilegt og síðan er lag að búa til ostarétti sem gleðja bragðlaukana. Á heimasíðunni Gott í matinn er að finna þessar gómsætu rjómaostakúlur sem er einstaklega einfalt að útbúa. Þær setja skemmtilegan svip á hvaða veisluborð sem er. Svo má líka bjóða upp á þær í saumaklúbbnum, á vinnustaðnum á föstudegi eða helgarbrönsinum. 

Rjómaostakúlur með beikoni

Um 40 stk.

  • 400 g   rjómaostur með graslauk og lauk frá MS (tvær dósir)
  • 400 g   beikon
  • 150 g   pekanhnetur
  • 4 stk.   vorlaukur
  • 100 g   rifinn Cheddar ostur frá Gott í matinn
  • saltstangir (má sleppa)

Aðferð:

  1. Steikið beikonið þar til það er vel stökkt og myljið/saxið smátt niður, setjið um 1/3 í skál með rjómaostinum og geymið restina.
  2. Saxið pekanhnetur og lauk mjög smátt og setjið einnig um 1/3 í skálina með rjómaostinum og geymið restina.
  3. Setjið cheddar ostinn saman við rjómaostablönduna og hrærið vel saman.
  4. Blandið restinni af beikoni, hnetum og vorlauk saman í skál.
  5. Útbúið litlar kúlur (munnbita) úr rjómaostablöndunni og veltið upp úr beikonblöndunni.
  6. Stingið saltstöng í hverja kúlu (má sleppa) og kælið í að minnsta kosti klukkustund.
  7. Berið fram á fallegum bakka eða bretti og skreytið að vild.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert