Vissir þú þetta um gúrkur?

Gúrkur eru bæði hollar og góðar og búa yfir mörgum …
Gúrkur eru bæði hollar og góðar og búa yfir mörgum eiginleikum sem eru góðir fyrir líkama og sál. Samsett mynd

Gúrkur eru hollar og góðar og fullkomnar sem millimál. Það er hægt að nota gúrkur í svo margt og svo er líka hagkvæmt að kaupa inn gúrkur. Þær eru góðar í nestisboxið, í heilsudrykkinn, ofan á frækexið, í salatið, sem meðlæti með alls konar réttum og kræsingum.

Gúrkur búa yfir þessum eiginleikum sem eru góðir fyrir líkama og sál:

  • Gúrkur eru vatnslosandi og geta því minnkað bjúg og bólgur.
  • Gúrkur eru hitaeiningasnauðar, einungis 12 hitaeiningar í 100 g.
  • Gúrkur innihalda silica sem er afar gott fyrir húð og neglur.
  • Gúrkur eru góðar við andremmu og hreinsandi fyrir tannholdið.
  • Gúrkur innihalda flest af þeim vítamínum sem við þurfum daglega.
  • Gúrkur eru frábært millimál.

Gúrka með humarsalati og kotasælu

Vert er að láta eina uppskrift fylgja með þar sem gúrkan er í aðalhlutverki. Kemur hún úr smiðju Ylfu Helgadóttur og er gerð fyrir uppskriftavef Sölufélags garðyrkjumanna. Heimildir um eiginleika gúrkunnar er einmitt að finna þar. Hér er á ferðinni uppskrift að gúrku með humarsalati og kotasælu sem er fullkomin blanda og góð næring. 

Gúrka með humarsalati og kotasælu

  • 1 gúrka
  • 100 g humar
  • 3 msk. kotasæla
  • 2 msk. majónes
  • 1-2 msk. saxaðar kryddjurtir t.d. kóríander eða graslaukur
  • Hnífsoddur salt og smá pipar
  • Sítrónuraspur af einni sítrónu

Aðferð:

  1. Skerið gúrkuna langsum og hreinsið kjarnann út. Best er að nota skeið við það.
  2. Skerið humarinn smátt og setjið í skál ásamt kotasælu, majónesi, salti og pipar, kryddjurtum og sítrónuraspi.
  3. Raðið salatinu í miðja gúrkuna þar sem kjarninn var áður og setjið gúrkuna inn í ofn og grillið eða grillið á grilli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert