Dóróthea ætlar að bjóða heim í EM-partí

Dóróthea Ármann er mikill matgæðingur og nautnaseggur og það vita …
Dóróthea Ármann er mikill matgæðingur og nautnaseggur og það vita þeir sem hafa heimsótt Vínstofuna á Friðheimum. Hún ætlar að bjóða heim í kræsingar, ostaveislu, meðan „Strákarnir okkar“, keppa á EM og verða á skjánum. Samsett mynd

Dóróthea Ármann er mikill matgæðingur og nautnaseggur auk er hún aðstoðarframkvæmdastjóri Friðheima og stendur að baki Vínstofu Friðheima ásamt manni sínum Kristjáni Geir Gunnarssyni og foreldrum Dórótheu. Hún nýtur þess að útbúa kræsingar við alls kyns tilefni og meðal annars þegar handboltaveisla á skjánum. Á Vínstofu Friðheima eru það ófáir réttirnir sem hafa litið dagsins ljós sem hafa glatt gesti og gangandi og þeir passa einmitt í partí heima í stofu með fylgst er með kappleikjum á skjánum.

Spennandi viðburðir á Vínstofunni eins og tónleikar með Helga Björns

Vínstofa Friðheima er vín-og vinnustofa þar sem boðið er upp á létta rétti og breitt úrval drykkja. Þar má finna þrjú fundarherbergi sem nýtast bæði í fundarhöld, vinnustofur og matar-og vínupplifun. Einnig eru reglulega spennandi viðburðir á dagskrá í Vínstofunni en t.a.m. voru glæsilegir tónleikar með Helga Björns í desember, og seldust þeir upp á nokkrum dögum.

Dóróthea er nú ásamt glæsilegu teymi Vínstofu Friðheima að vinna að næstu skrefum Vínstofunnar bættum drykkjarseðli, viðbótum á matseðli og spennandi viðburðardagskrá fyrir vorið. Það eru því spennandi tímar fram undan á Vínstofunni.

Ætlar þú að fylgjast með Strákunum okkar á EM í handbolta?

, að sjálfsögðu! Mér finnst alltaf mjög mikil stemning í að fylgjast með okkar liði og gera stemningu úr því þegar þeir keppa.

Áttu von á því að þeir komist áfram í keppninni?

, ekki spurning, heldur maður ekki alltaf að Ísland muni taka þetta? Nú er tíminn vonandi kominn.“

Stemning að bjóða heim þegar leikir eru í gangi

Býður þú í partí þegar leikir eru í gangi?

Mér finnst mjög gaman að bjóða heim þegar leikir eru í gangi og er vön mikilli stemningu í kringum strákana okkar úr æsku. Ég og systkini mín fjögur eigum nefnilega öll afmæli í lok janúar eða byrjun febrúar og héldum því alltaf sameiginlegt afmæli á þeim tíma þegar við vorum krakkar. Þá var oftar en ekki einhver úrslitaleikur í gangi og því snerist afmælisveislan oft meira eða minna um handboltann, ekki alltaf óskandi þegar maður var pínulítill en skemmtilegra og meiri stemning eftir því sem maður varð eldri.

Er boðið upp á kræsingar?

Lykilatriðið er að hafa nóg af góðum veitingum, þá vilja allir koma safnast saman heima hjá manni.

Ertu til í að svipta hulunni af þínum uppáhaldsrétti sem á vel við þegar horft er á handboltaleik á skjánum?

Ég er ekki mikið í að finna upp hjólið og elska fljótlega rétti með hráefnum sem er alltaf eru til í ísskápnum, enda er ég oft á seinasta snúning. Þessir bökuðu ostar tikka alveg í öll þessi box og eru það dásamlegir að ég er yfirleitt beðin um uppskrift. Þeir eru reyndar svo einfaldir að uppskrift má varla kalla,“ segir Dóróthea og hlær. Hér koma tvær einfaldar og fljótlegar uppskriftir af ostum sem slá alltaf í gegn frá Dórótheu fyrir handboltaveisluna hefst á morgun, fimmtudag. 

Hér eru á ferðinni tvær uppskriftir af bökuðum ostum í …
Hér eru á ferðinni tvær uppskriftir af bökuðum ostum í sælkerabúning. Annars vegar brie ostur og hins vegar burrataostur með tómötum. Sælgæti. Ljósmynd/Dóróthea Ármann

Bakaður brie með pekanhnetum og hunangi

  • Brie ostur
  • Pekanhnetur
  • Hunang
  • Smá ólífuolía

Aðferð:

  1. Skorið tígla í brie ostinn og hann settur í eldfast mót eða pönnu.
  2. Smá ólífuolíu, hunangi og pekanhnetum sáldrað yfir og inn í ofn á 200°C hita í um það bil 10 mínútur.
  3. Osturinn tekinn út, bætt við hunangi og pekanhnetum og hann borinn fram strax með góðu kexi eða brauði.

Bakaður burrata ostur með tómötum og basilíku

  • Burrata ostur
  • Konfekt tómatar (hér piccolo og sweedor)
  • Ólífuolía
  • Fersk basilíka
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Skorið kross í burrata ostinn og hann settur í eldfast mót eða pönnu.
  2. Tómötum raðað í kringum hann og saltað og piprað eftir smekk.
  3. Má bæta við hvítlauk ef vill.
  4. Ólífuolíu dreift yfir tómatana.
  5. Síðan set inn í ofn í um það bil 8 mínútur á 200°C hita.
  6. Osturinn tekinn út, bætt við nóg af ferskri basilíku og borið strax fram með góðu kexi eða brauði. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert