Helga á Tipsý kom, sá og sigraði í „Barlady“ keppninni

Helga Signý Sveinsdóttir á Tipsý sá, kom og sigraði keppnina …
Helga Signý Sveinsdóttir á Tipsý sá, kom og sigraði keppnina „Bar lady“, annað sætið hreppti Sara Rós á Sushi Social og í þriðja sæti var Auður Gestsdóttir frá Tipsý. Mikið líf og fjör var í keppninni. Samsett mynd

„Barlady'' keppnin á Íslandi fyrir konur og kvár í veitingabransanum var haldin í fyrsta sinn síðastliðinn þriðjudag. Keppnin er forkeppni fyrir alþjóða ,,Barlady'' keppnina sem fer fram í Aþenu í byrjun mars, en sigurvegarinn hér heima fer út og keppir fyrir Íslands hönd.

Keppnin er haldin af Barþjónaklúbbi Íslands og Samtökum Íslenskra Eimingarhúsa (SÍE) þar sem áherslan er sett á íslenskar vörur. Keppendur fengu dregið eimingarhús og þurftu að nota vöru frá því í forgrunni kokteilsins.

Aðilar af SÍE eru:

  • Eimverk Distillery
  • Reykjavík Distillery
  • Þoran Distillery
  • Brunnur Distillery
  • Hálogi Distillery
  • Hovdenak Distillery

Keppnin var svokölluð ,,Walk Around'' keppni þar sem dómarar fóru á milli staða keppanda og smökkuðu drykkina þeirra. Í dómnefnd voru: Elna María Tómasdóttir (Barþjónaklúbbur Íslands) , Albe E H Hough (Brunnur Distillery), Judith Orlishausen (Reykjavík Distillery) og Brynja Hjaltlín (Hovdenak Distillery).

Alls tóku 15 þátt

15 keppendur tóku þátt í keppninni og er gaman að sjá hvað flóra íslenskrar bar menningar fer sífellt stækkandi.

Keppendur voru:

  • Auður Gestsdóttir - Tipsý
  • Dagný Ásgeirsdóttir - Ský Bar & Lounge
  • Edda Becker - Fjallkonan
  • Eva Einvarðsdóttir - Einstök Bar
  • Eydís Rós Hálfdánardóttir - Risið Vínbar
  • Freyja Þórisdóttir - Reykjavík Cocktails
  • Helga Signý Sveinsdóttir - Tipsý
  • Katrín Klara Þorgrímsdóttir - Apótek
  • Kría Freysdóttir - Tipsý
  • Lorax - Drykk
  • Natalia Magdalena Krupa - Jörgenssen
  • Sara Rós Lin Stefnisdóttir - Sushi Social
  • Victoria Dydula - Fjallkonan
  • Hera Marín Einarsdóttir - Höfnin
  • Victoría Lazar - Sæta Svínið

Sigraði með kokteilnum Letty

Það var Helga Signý Sveinsdóttir á Tipsý sem kom sá og sigraði með kokteilnum sínum Letty og deilir hér með lesendum matarvefs mbl.is uppskriftinni að sínum verðlaunakokteil. Annað sætið hreppti Sara Rós á Sushi Social og í þriðja sæti var Auður Gestsdóttir frá Tipsý.

Í tilefni þessa sviptum við hulunni af verðlaunakokteilnum Letty sem bar sigur úr býtum að þessu sinni.

Letty

  • Kramið handfylli af mangó
  • 30 ml Flóki Single Malt Sherry Cask Finish
  • 20 ml Aperol
  • 15 ml Averna Amaro
  • 20 ml Chili hunangs cordial
  • 30 ml sítrónusafi
  • 10 ml sykursíróp
  • Brennt chili til skrauts

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið kokteilhristara og hristið vel saman.
  2. Sigtið blönduna í Rocks glas.
  3. Skreytið með brenndu chili.
Sara Rós Lin Stefnisdóttir á Sushi Social hreppti annað sætið.
Sara Rós Lin Stefnisdóttir á Sushi Social hreppti annað sætið. Ljósmynd/Hakon Freyr Hovdenak
Helga Signý Sveinsdóttir á Tipsý kom, sá og sigraði.
Helga Signý Sveinsdóttir á Tipsý kom, sá og sigraði. Ljósmynd/Hakon Freyr Hovdenak
Auður Gestsdóttir frá Tipsý tók þriðja sætið.
Auður Gestsdóttir frá Tipsý tók þriðja sætið. Ljósmynd/Hakon Freyr Hovdenak
Edda Becker á Fjallkonunni.
Edda Becker á Fjallkonunni. Ljósmynd/Hakon Freyr Hovdenak
Eva Einvarðsdóttir á Einstök Bar.
Eva Einvarðsdóttir á Einstök Bar. Ljósmynd/Hakon Freyr Hovdenak
Eydís Rós Hálfdánardóttir á Risið Vínbar.
Eydís Rós Hálfdánardóttir á Risið Vínbar. Ljósmynd/Hakon Freyr Hovdenak
Katrín Klara Þorgrímsdóttir á Apótekinu.
Katrín Klara Þorgrímsdóttir á Apótekinu. Ljósmynd/Hakon Freyr Hovdenak
Lorax á Drykk.
Lorax á Drykk. Ljósmynd/Hakon Freyr Hovdenak
Natalia Magdalena Krupa á Jörgenssen.
Natalia Magdalena Krupa á Jörgenssen. Ljósmynd/Hakon Freyr Hovdenak
Victoría Lazar á Fjallkonunni.
Victoría Lazar á Fjallkonunni. Ljósmynd/Hakon Freyr Hovdenak
Natalia skálar.
Natalia skálar. Ljósmynd/Hakon Freyr Hovdenak
Ljósmynd/Hakon Freyr Hovdenak
Ljósmynd/Hakon Freyr Hovdenak
Ljósmynd/Hakon Freyr Hovdenak
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert