Fimm sjóðandi heitir barir í Lundúnaborg

Þessi fimm barir eru þeir heitustu í Lundúnaborg.
Þessi fimm barir eru þeir heitustu í Lundúnaborg. Samsett mynd

Lundúnarborg er heimsborg í þeim skilningi að hún er ein af helstu viðskipta-, stjórnmála- og menningarborgum heimsins. Borgin hefur mjög mikil áhrif á heimsvísu og er þekkt fyrir meðal annars iðandi og fjölbreytt næturlíf. Þegar London er heimsótt er þess virði að heimsækja alvöru bari og það eru fimm sjóðandi heitir barir sem þú verður heimsækja ef þú átt leið til Lundúna og upplifa stemninguna sem þar ríkir.

The Savoy

Þeir kunna að opna kampavínsflöskurnar á rétt hátt hér.
Þeir kunna að opna kampavínsflöskurnar á rétt hátt hér. Ljósmynd/Skjáskot

Ameríski barinn á lúxuahótelinu The Savoy í Lundúnum er langlífasti kokkteilbarinn í London og einn sá þekkasti í borginni. Barinn hefur verið tilnefndur og valinn oftar en einu sinni sem besti barinn og komist hátt á lista slíkra tilnefningu. Barinn býður upp á upp á klassík með nýstárlegu ívafi ásamt öllu því gamla góða. American Bar er sígild táknmynd í kokteilsögunni og hefur hýst goðsagnakennda barþjóna í áranna rás. American Bar opnaði fyrst árið 1893 og hefur síðan þjónað ótal þekktum persónum, allt frá Winston Churchill til Ernest Hemingway. Eftir klukkan 18:00 er lifandi tónlist frá píanóleikara. Hér má heimasíðu hótelsins og Instagram-síðuna.

View this post on Instagram

A post shared by @thesavoylondon

Coupetta barinn

Coupetta barinn í Bethnal Green hverfinu er einn af flottustu …
Coupetta barinn í Bethnal Green hverfinu er einn af flottustu kokteilbörum í Austur-London. Ljósmynd/Skjáskot

Coupetta barinn í Bethnal Green hverfinu er einn af flottustu kokteilbörum í Austur-London. Coupette er fullkominn áfangastaður fyrir ógleymanlega kokteilupplifun í hjarta Bethnal Green hverfisins. Barinn leggur metnað sinn í að vera besti kokteilbarinn í þessu líflega og gróna hverfi og býður upp á stórkostlega blöndu af handverkskokteilum, frönskum innblásnum tapasréttum og líflegu andrúmslofti sem mun flytja þig út á götur Parísar. Coupette bar hefur áunnið sér þann orðstír að hafa verið einn af bestu börum Lundúnarborgar og jafnframt einn af bestu börum í heimi þegar barinn komst á lista yfir 50 bestu barina í heiminum Top 50 Bars Worldwide“. Coupette býður upp á alla flóruna, allt frá einföldum kokteilum og lágstemmdum drykkjum en með lúxus ívafi t.a.m.  kampavíns Pina Colada og trufflu Negroni. Hér má sjá heimasíðu barsins og Instagram-síðuna.


 

Rosewood London

Scarfesbar er fullkominn bar fyrir drykk eftir vinnu með lifandi …
Scarfesbar er fullkominn bar fyrir drykk eftir vinnu með lifandi djass í heillandi umhverfi. Ljósmynd/Skjáskot

Á lúxushótelinu Rosewood London í hjarta borgarinnar, aðeins örfáum mínútum frá Covent Garden er Scarfes barinn staðsettur. Scarfesbar er fullkominn bar fyrir drykk eftir vinnu með lifandi djass í heillandi umhverfi. Það eru fáir barir sem eru jafn heillandi og tilkomumiklir þegar Scarfes Bar er á fullu tempói.  Barþjónarnir, klæddir í tvíhnepptum hvítum jökkum og tartanbuxum að blanda saman fínum drykkjum á bak við langbar með sinni heillandi framkomu og persónutöfrum. Lifandi tónlist ómar á þessum glæsilega bar og truflar ekki samtöl bargesta sem vilja í senn eiga samtal en hlusta á lifandi tónlist á sama tíma. Það er notalegt að sitja á barnum umvafin hillum af fornbókum, kosí arineld og listaverkum eða við barinn þar sem kokteilarnir eru hristir og hrærðir. Scarfes bar er býður upp á frumlega kokteila og léttar veitingar. Scarfes barinn hefur áunnið sér þann orðstír að hafa verið einn af bestu börum Lundúnarborgar og jafnframt einn af bestu börum í heimi þegar barinn komst á lista yfir 50 bestu barina í heiminum Top 50 Bars Worldwide“. Sjá hér heimasíðu barsins og Instagram-síðuna.

Dukes bar

Það er algjörlega ómissandi að koma ekki við á hinum …
Það er algjörlega ómissandi að koma ekki við á hinum goðsagnakennda Dukes bar í St James's, þar sem rithöfundurinn Ian Fleming var fastagestur. Ljósmynd/Skjáskot

Það er algjörlega ómissandi að koma ekki við á hinum goðsagnakennda Dukes bar í St James's, þar sem rithöfundurinn Ian Fleming var fastagestur og er Dukes bar sagður hafa verið innblástur fyrir hinn táknræna Vesper Martini kokteil fyrir njósnarann og heimsborgarann James Bond sem sífellt er að berjast við alþjóðaglæpamenn og þorpara í samnefndum kvikmyndum um njósnarann James Bond eða 007. Hótelbarinn er staðsettur á Dukes hótelinu og sumir fullyrða að þar sé búinn til einn besti martiní heimsins. Ein þekksta setning í James Bond kvikmyndunum er „shaken, not stirred“ þegar hann pantar sér martini drykk sem gæti útlagst sem hristur en ekki hrærður. Ef þú ert fyrir einn stífasta, hreinasta og bragðbesta martiní sem völ er á, þá munu barþjónarnir rúlla vagni að borðinu þínu þar sem ginið eða vodkað situr kælt og þeir blanda því saman við forskriftina þína á meðan þú situr og horfir álengdar og dáist að handbragði barþjónanna. Hér má sjá heimasíðu barsins og Instagram-síðuna.

View this post on Instagram

A post shared by DUKES Bar (@dukesbarlondon)

L´oscar London

L'oscar London er einstakt boutique lúxushótel og klárlega gimsteinn barokksarkitektúrs.
L'oscar London er einstakt boutique lúxushótel og klárlega gimsteinn barokksarkitektúrs. Ljósmynd/Skjáskot

L'oscar London er einstakt boutique lúxushótel og klárlega gimsteinn barokksarkitektúrs sem byggt var fyrir 110 árum. Þessar fyrrum höfuðstöðvar baptistakirkjunnar hafa nú verið endurreistar og fagurlega innréttaðar. Baptist barinn býður upp á ljúffenga og skrautlega drykki. Kokteilar úr Gamla og Nýja testamentinu eru bornir fram í þessari fyrrum kapellu ásamt nokkrum af bestu vínum Evrópu.  Í hjarta hótelsins er hinn fallegi bar með fallegum innréttingum, veggir og loft eru klædd með speglum og gylltum þiljum. Hér má sjá heimasíðu barsins og Instagram-síðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert