„Sumarbústaðurinn minn gjöreyðilagðist í aftaka hvassviðri“

Liljar Mar Þorbjörnsson og Ragnheiður Axels eigendur Og Natura brugghúsið. …
Liljar Mar Þorbjörnsson og Ragnheiður Axels eigendur Og Natura brugghúsið. Nafnið á nýjustu afurð þeirra Stormur Romm fékk nafnið sitt eftir að Ragnheiður horfði á sumarbústaðinn sinn gjöreyðileggjast. mbl.is/Árni Sæberg

Vinirnir Ragnheiður Axel og Liljar Már Þorbjörnsson eiga fyrirtækið Og Natura brugghúsið og hafa verið í að slá í gegn með vörunum sem þau hafa verið að koma með á markað. Ragnheiður er jafnframt með fyrirtækið Íslensk hollusta. Sagan bak við tilurð brugghússins og hvernig þau hafa náð að tengja saman Íslenska hollustu er bæði áhugaverð og öðrum hvatning til eftirbreytni.

Framsækið drykkjarupplifunar fyrirtæki

„Við erum framsækið drykkjarupplifunar fyrirtæki sem hræðumst ekki áskoranir. Pabbi minn átti mikið af skemmtilegu hráefni gegnum Íslenska hollustu, eitt helsta fyrirtæki Íslands í villtum jurtum. Þar sem ég hafði bakgrunn í bjórframleiðslu langaði mig að fara í aðra átt og það leiddi mig til að hafa samband við vin minn og nágranna Liljar Má um að fara þessa vegferð með mér. Byrjuðum smátt en óhrædd með stór brögð í fyrstu drykkjunum og hefur það brotið ísinn með okkur í fararbroddi,“ segir Ragnheiður.

Nýjustu afurðir þeirra.
Nýjustu afurðir þeirra. mbl.is/Árni Sæberg

Mikið gæfuspor að lögunum var breytt

Það hefur reynst þeim þrautinni þyngri að koma vörunum á framfæri á íslenskum markaði. „Að vera lítill áfengisfrumkvöðull á Íslandi er ólgusjór hindrana þar sem engin leið er að auglýsa sig, koma vörum á framfæri eða selja þær hratt og örugglega. Einkunnarorð okkar er gerum hlutina vel og strax, enda á ekki nema rúmum fimm árum höfum við búið til um 50 mismunandi áfenga drykki en flaggskipið okkar er Wild Gin Línan sem hefur tryllt miðaldra húsmæður um allt land. Hvetjum fólk til að njóta þess í tónik eða og byrjuðum líka að kynna fyrir fólki að njóta gins í gæða límonaði og kokteilum. Innlendur markaður er fullur að spenntum neytendum sem eru meira en tilbúin í að prufa nýja hluti, en erfitt getur verið að að koma vöru á framfæri þegar Vínbúðin sem ætti að vera stökkpallur fyrir innlenda framleiðslu að koma sínum vörum á framfæri hefur ekki verið sá stuðningur sem við hefðum óskað eftir og hefur ekki verið liðleg í að taka inn íslenskar vörur jafn hratt of þær trenda. Mikið gæfuspor var það fyrir okkur þegar lögunum var breytt og við fengum leyfi til að selja allar okkar vörur beint frá framleiðslustað,“ segir Ragnheiður.

Ástríðan er til staðar í fyrirtækinu og þau elska fátt …
Ástríðan er til staðar í fyrirtækinu og þau elska fátt meira en að bjóða upp á skemmtilega drykkjarupplifun. Liljar er iðinn með kokteilhristarann. mbl.is/Árni Sæberg

Stormur Romm innblásinn af íslenskri náttúru

Tilurðin bak við nýjustu afurð þeirra á sér stórfenglega sögu þar sem náttúruöflin koma við sögu. „Nýjasta afurðin, Stormur Romm fékk nafn sitt þegar ég horfði bókstaflega á sumarbústaðinn minn gjöreyðilagðist í aftaka hvassviðri Hvalfjarðar, hef ég aldrei þurft jafn mikið einn tvöfaldan mojito og kom þá ekkert annað en mitt eigið romm til greina. Innblásturinn okkar er alltaf íslensk náttúra en líka veðráttan og hversu fallegt en erfitt er að vera á Íslandi. Þess vegna segi ég að rommið mitt sé veðrar og fá það að standa í stormi í 3 ár á tunnu,“ segir Ragnheiður alvörugefin.

Liljar leikur listir sínar meðan hann blandar Bláberjadrauminn.
Liljar leikur listir sínar meðan hann blandar Bláberjadrauminn. mbl.is/Árni Sæberg

Íslensku berin æðislegt hráefni

Liljar og Ragnheiður deila hér með lesendum tveimur sumarlegum kokteilum sem eru í miklu uppáhaldi hjá þeim og innblásnir af íslenskri náttúru og hráefni. „Íslensku berin eru einnig æðislegt hráefni að vinna með og við eigum þessa ríku arfleifð af uppskriftum á líkjörum og berjasnöfsum sem er grunnurinn af líkjöralínunni,“ segir Liljar. Þetta eru kokteilarnir Bláberjadraumur og Bleik skyrta.

Bleikan skyrtan.
Bleikan skyrtan. mbl.is/Árni Sæberg
Bláberjasdraumurinn.
Bláberjasdraumurinn. mbl.is/Árni Sæberg

Bláberjadraumur

  • 2 únsur Stormur romm
  • 2 únsur bláberjasaft frá Íslensk hollusta
  • 1 únsa kókosrjómi
  • ½ únsa Wild icelandic blueberry liqueur
  • ½ únsa sítrónusafi
  • ½ únsa sykursíróp

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið í kokteilhristara og hristið vel.
  2. Takið til hanastéls glas og hellið blöndunni út í gegnum sigti.
  3. Berið fram og njótið

Bleik skyrta

  • 150 ml Rose lemonaid
  • 50 ml Wild Icelandic Pink Gin
  • Klaki
  • Skreytt með rósapipar og sítrónuberki eftir smekk

Aðferð:

  1. Veljið viðeigandi glasi og blandið saman fljótandi hráefnunum og fyllið upp með klaka.
  2. Skreytið með rósapipar og sítrónuberki.
  3. Berið fram og njótið. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert