Iggy Pop á tónleikum

Mikil stemmning var í Listasafni Reykjavíkur 3. maí þar sem bandaríski rokktónlistarmaðurinn Iggy Pop hélt tónleika ásamt hljómsveit sinni, Stooges. Iggy var fáklæddur á sviðinu eins og hann á vanda til og tók mörg af sínum þekktustu lögum meðal annars lagið „I want to be your dog" og myndaðist gríðarleg stemming strax í upphafi tónleikanna meðal gesta sem hélst alla tónleikana til enda.