Hjá fjármálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að álagning á díselolíu er 41 króna á hvern lítra og á það bætist virðisaukaskatturinn 24,5% og því er álagning ríkisins á díselolíu um 50% af heildarverðinu.

Á bensín leggst tvennskonar vörugjald, fast vörugjald sem nefnist almennt vörugjald upp á 9,28 krónur af hverjum lítra og að auki sérstakt vörugjald sem er 32,95 krónur af hverjum lítra af blýlausu bensíni en 34,92 af öðru bensíni.

Almennt vörugjald og sérstakt vörugjald sem ber að greiða af blýlausu bensíni er því samtals 42,23 krónur á lítra.

Sérstaka vörugjaldið er tekjustofn til vegagerðar en almenna vörugjaldið rennur beint í ríkissjóð. Þessi gjöld voru síðast hækkuð 2003 en fyrir hækkun voru samanlögð gjöld af blýlausu bensíni 39,10 krónur.

Af þessum tölum má sjá að ef miðað er við að bensínlítrinn kosti 122,80 krónur þá eru tæp 60% af því sem renna til ríkissjóðs.

Til baka á upphafssíðu