20. september, 2005
BESSI BJARNASON

BESSI BJARNASON

Bessi Bjarnason leikari fćddist í Reykjavík 5. september 1930. Hann andađist á Landspítalanum viđ Hringbraut 12. september síđastliđinn. Foreldrar hans voru Bjarni Sigmundsson frá Rauđasandi í Barđastrandarsýslu, f. 27. feb. 1898, d. 28. júní 1978, og Guđrún Snorradóttir frá Garđakoti í Skagafirđi, f. 13. ágúst 1896, d. 31. des. 1989. Systkini Bessa eru Inga, f. 5. júní 1923, Snorri, f. 24. sept. 1925, og Björgvin, f. 5. maí 1928, d. 10. sept. 1995.

Bessi kvćntist Erlu Sigţórsdóttur bókasafnsfrćđingi, f. 19. júlí 1931. Ţau skildu. Foreldrar hennar voru Sigţór J. Jóhannsson, f. 12. júlí 1890, d. 10. apríl 1933, og Jóna Finnbogadóttir, f. 20. júní 1901, d. 27. feb. 1981. Bessi og Erla eignuđust ţrjú börn. Ţau eru: 1) Sigţór, f. 9. maí 1952, d. 11. nóv. 1970. 2) Kolbrún, f. 21. júní 1954, gift Pétri Jóhannessyni, f. 7. apríl 1951. Börn ţeirra eru: a) Erla Andrea, f. 28. feb. 1977, gift Atla Steini Árnasyni, f. 6. apríl 1967. Börn ţeirra eru Pétur Steinn, f. 6. nóv. 2002, og Sigrún Tinna, f. 17. apríl 2005. b) Elísabet, f. 15. júlí 1980. 3) Bjarni, f. 24. júlí 1957, kvćntur Guđrúnu E. Baldvinsdóttur, f. 25. mars 1958. Börn ţeirra eru: a) Sigţór Bessi, f. 9. sept. 1985, b) Magnús Snorri, f. 29. júní 1990, og c) Sólveig, f. 8. maí 1995 .

Eftirlifandi eiginkona Bessa er Margrét Guđmundsdóttir leikkona, f. 22. nóv. 1933. Foreldrar hennar voru Guđmundur Bjarnason, f. 28. des. 1886, d. 18. feb. 1978, og Stefanía Arnórsdóttir f. 29. maí 1893, d. 14. feb. 1976. Börn Margrétar eru: 1) Ivon S. Cilia, f. 14. nóv. 1955, kvćntur Kristínu B. Jóhannsdóttur, f. 20. ágúst 1959. Börn ţeirra eru: a) Stefán Már, f. 19. nóv. 1980, og b) Olga Margrét, f. 28. feb. 1986. 2) Victor G. Cilia, f. 15. okt. 1960, kvćntur Solveigu Óladóttur, f. 26. apríl 1962. Börn ţeirra eru: a) Ţorgrímur Óli, f. 28. sept. 1987, b) Halla Ţórey, f. 24. nóv. 1989, og c) Kjartan Emanúel, f. 11. júlí 1996. 3) María Dís Cilia, f. 29. ágúst 1968, giftist Arnari Sigurbjartssyni, f. 16. ágúst 1965. Ţau skildu. Börn ţeirra eru: a) Viktor, f. 21. feb. 1993, og b) Alexander, f. 12. nóv. 1995.

Bessi ólst upp í Reykjavík. Hann lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands (VÍ) voriđ 1949. Samhliđa námi á síđasta ári í VÍ lagđi Bessi stund á leiklist viđ Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. Leiđin lá síđan í Leiklistarskóla Ţjóđleikhússins og útskrifađist hann ţađan áriđ 1952. Bessi fór á samning viđ Ţjóđleikhúsiđ áriđ 1953 og var fastráđinn leikari viđ Ţjóđleikhúsiđ frá 1957 til 1989. Eftir ţađ hélt hann áfram ađ leika m.a. í Ţjóđleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Loftkastalanum. Hann lék í fjölda útvarpsleikrita, sjónvarpsţátta og nokkrum kvikmyndum og óperum. Bessi söng og las barnaefni inn á plötur og hljóđsnćldur.

Loks tók hann ţátt í skemmtunum og sýningum um land allt til margra ára, m.a. međ Sumargleđinni. Samhliđa starfi sínu sem leikari vann Bessi fyrstu árin sem bókari hjá Landsmiđjunni og síđar fékkst hann viđ sölumennsku af ýmsu tagi.

Bessi var gjaldkeri Félags íslenskra leikara (FÍL) frá 1958 til 1985 og gegndi ýmsum ábyrgđarstörfum fyrir félagiđ. Hann hlaut Kardimommuverđlaun Egner-sjóđsins áriđ 1975. Hann var heiđursfélagi í FÍL og var sćmdur gullmerki félagsins áriđ 1981. Hann hlaut viđurkenningu úr Menningarsjóđi VISA áriđ 1999, viđurkenningu úr Egner-sjóđnum áriđ 2000 og heiđursverđlaun Menningarverđlauna DV 2004.

Útför Bessa verđur gerđ frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.