Dagblöð í skólum

Saga

Árið 2001 var haldið námskeið fyrir blaðafólk og kennara um notkun dagblaða í skólum í Noregi. Þá voru kynntar ýmsar aðferðir til að nota blöð í kennslu og einnig var kynnt hvernig fyrirkomulag Norðmenn hafa á Avis i skolen eða verkefninu dagblöð í skólum.

Í kjölfar þessa námskeiðs var þýddur Blaðapassinn sem er námsefni ætlað 7.bekk til notkunar með dagblöðum. Námsefnið var reynt í nokkrum skólum og reyndist vel. Kennurum og nemendum fannst tilbreyting í að fá að nota nýtt efni sem tók á mörgum þáttum í kennslu á sama tíma. Árið 2005 var Dagblaðabókin mín þýdd og gefin út fyrir 3.bekk. Árið 2007 var svo samin verkefni fyrir 9.bekk og gefið út í hefti sem heitir Blaðapressan. Bæði Blaðapassinn og Blaðapressan hafa verið endurútgefnar og námsefnið tekið meira mið af nýjum kennsluháttum þar sem lögð er áhersla á heildstæða kennslu í íslensku, lestur og lesskilning. Einnig er lögð áhersla á að við notkun dagblaða í kennslu er verið aða vinna með málefni líðandi stundar og flettast þá inn lífsleikni og samfélagsfræði auk annarra greina.