Þjóðminjasafnið opnað á ný

Þjóðminjasafnið opnað á ný

Kaupa Í körfu

Á SÝNINGU Þjóðminjasafnsins eru farnar nýjar leiðir við að miðla sögunni til gesta. Meðal nýjunga má nefna að hægt verður að "hringja" í Íslendinga fyrri tíma og kynnast aðstæðum þeirra og sögu. Þannig verður t.d. hægt að ná símasambandi við landnámskonuna Ástríði Ketilsdóttur, miðaldahöfðingjann Illuga Eyjólfsson, Guðríði nunnu í Reynisstaðaklaustri, Jón Jónsson prentara á Hólum, Þórarin Baldursson galdramann, Ingjald Jónsson stýrimann og Þóru Aradóttur arkitekt. Á sýningunni er leitast við að sýna gripi alþýðufólks jafnt sem skrautmuni þeirra sem töldust til höfðingjastéttar. Þarna má t.d. sjá elstu prjónuðu vettlingana sem varðveist hafa hér á landi en þeir fundust við uppgröft á Stóru-Borg. Þar fundust líka leikföng, leifar af fiskineti, flókahattur og margt fleira sem sýnir vel aðbúnað venjulegs fólks á þessum tíma. Þessi hluti sýningarinnar er tengdur manntalinu 1703 sem kalla má elsta þjóðarmanntalið í heiminum sem varðveist hefur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar