Eldsvoði í Árbæjarskóla

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eldsvoði í Árbæjarskóla

Kaupa Í körfu

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarinnar var kallað út vegna elds í Árbæjarskóla um hálftíuleytið í gærmorgun. Tókst að slökkva eldinn rúmri klukkustund síðar. Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar, varaslökkviliðsstjóra í Reykjavík, kviknaði í þakinu á íþróttasal skólans er verið var að leggja þar þakpappa. Hann sagði slökkvistarf hafa gengið vel en þó er talið að um milljónatjón sé að ræða. Myndatexti: Eldur kviknaði í íþróttahúsi Árbæjarskóla í gær og talið er að um milljónatjón sé að ræða

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar