Útivistardagur í skólum

Útivistardagur í skólum

Kaupa Í körfu

ÞEIR voru svolítið hátt uppi nemendurnir í Gagnfræðaskólanum í Ólafsfirði á fimmtudag í síðustu viku, en þá var útivistardagur í skólanum, og reyndar Barnaskólanum líka. Gengu nemendur fyrir Múlann og voru margir að fara þar í fyrsta sinn, en yngstu nemendur Gagnfræðaskólans fæddust árið sem Múlagöng voru tekin í notkun, það er árið 1990. Á meðfylgjandi mynd sést hluti hópsins sem tyllti sér á bjargbrúnina í Hámúlanum, það er á Planinu, til að hlýða á einn kennara sinn, Björn Þór Ólafsson, fræða þau um sögu Múlans. Þar sem Múlavegur er hæstur er hann í 200 metra hæð yfir sjávarmáli. Í baksýn er Hvanndalabjarg

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar