Virkjunarkostir

Þorkell Þorkelsson

Virkjunarkostir

Kaupa Í körfu

Virkjunarkostir verða flokkaðir eftir umhverfisáhrifum, hagnaði og arðsemi IÐNAÐARRÁÐHERRA og umhverfisráðherra beina sterkum tilmælum til orkufyrirtækjanna um að þau líti einkum til nýtingar á þeim virkjunarkostum sem fá einkunn á bilinu A til C fyrir umhverfisáhrif í nýrri rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Verkefnisstjórn um gerð rammaáætlunarinnar skilaði í gær Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra og Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra skýrslu um fyrsta áfanga verkefnisins. Í áætluninni má finna mat á umhverfisáhrifum, hagnaði og arðsemi við gerð 35 virkjana, og er þessi aðferðafræði við mat á virkjunarkostum nýmæli hérlendis. Um er að ræða 1. áfanga af tveimur í þessu verkefni. MYNDATEXTI: Skýrslan kynnt: Siv Friðleifsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir og Sveinbjörn Björnsson í Þjóðmenningarhúsinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar