Badminton

Stefán Stefánsson

Badminton

Kaupa Í körfu

STÓRÞJÓÐIR margar hefðu verið hreyknar ef þær hefðu séð hve mikið íslenskir grislingar lögðu á sig, í þeirra nafni, til að slá badmintonbolta yfir net á Akranesi - þegar hið árlega Grislingamót í badminton fór þar fram á dögunum. Samkvæmt áratuga venju er skipað í lið, eða öllu heldur lönd, sitt úr hverju félaginu og liðin síðan nefnd eftir einhverri þjóð, í þetta sinn voru merki Indlands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Íslands og Kína hafin á loft. MYNDATEXTI: Þrír liðsstjórar héldu utan um danska liðið en það skipuðu, talið frá vinstri, Arnór Kristinn Hjálmarsson, Arnór Finnsson, Jóhannes Þorkelsson, Ágústa Friðriksdóttir og Jovana Pavlovic. Liðstjórarnir standa fyrir aftan; Egill Guðlaugsson, Ármann Steinar Gunnarsson og Hulda Björk Einarsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar