Verkfall kennara

Kristján Kristjánsson

Verkfall kennara

Kaupa Í körfu

MENNTAMÁLARÁÐHERRA lét þau orð falla við kennara á Akureyri í gær að ef til vill mætti skoða það hvort flytja ætti grunnskólana aftur yfir til ríkisins. "Ég held að það sé spurning sem kemur upp í hugann við þessar aðstæður," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra við kennara sem fjölmenntu með kröfuspjöld við hið nýja Rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri í gærdag, en ráðherra opnaði húsið þá formlega. Lýsti hún áhyggjum sínum yfir stöðu mála en hélt því fram að það fé sem fylgt hefði grunnskólunum þegar sveitarfélögin tóku við honum hefði verið nægjanlegt. Menntamálaráðherra sagði í samtali við kennarana að þeir væru ekki á háum launum, "mér finnst laun kennara engin ofrausn," sagði hún og óskaði hún kennurum góðs gengis í baráttu sinni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar