Sala hafin á Kleifarvatni, nýrri bók Arnalds Indriðasonar

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sala hafin á Kleifarvatni, nýrri bók Arnalds Indriðasonar

Kaupa Í körfu

SALA á nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar, Kleifarvatni, hófst á miðnætti í gær. Að sögn Þórunnar Ingu Sigurðardóttur, verslunarstjóra í Pennanum-Eymundsson í Austurstræti, mætti talsvert að fólki og keypti bókina þegar búðin var opnuð í klukkustund á miðnætti í gær. "Salan á bókinni hefur gengið vel og gaman að finna svona mikla stemmningu fyrir íslenskum höfundi," segir hún. Hefð hefur skapast fyrir því að bækur Arnaldar fari aldrei í sölu fyrr en 1. nóvember og brá því Penninn-Eymundsson á það ráð að gefa spenntum lesendum tækifæri til að komast yfir eintak um leið og sá dagur rynni upp.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar