Skeiðará

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Skeiðará

Kaupa Í körfu

HELDUR var farið að réna í Skeiðará þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð í gær. Hlaupið virðist hafa náð hámarki í fyrradag en rennslið var þá um 2.900 rúmmetrar á sekúndu. Veginum um Skeiðarársand var lokað af öryggisástæðum í fyrrinótt, en ekki var talin ástæða til að loka brúnni í nótt. Vegfarendur eru þó beðnir um að hafa vara á sér. Engar skemmdir hafa orðið á veginum í hlaupinu, en vegagerðarmenn frá Höfn hafa fylgst vel með ástandinu. Um hádegisbilið í gær var rennsli hlaupsins komið niður í 1.100 rúmmetra á sekúndu og minnkaði eftir því sem leið á daginn. Úr gosvirkni í Grímsvötnum dró nokkuð í gær en í fyrrinótt var virknin í gosstöðvum á svæðinu nokkuð breytileg. Ekki var hægt að fljúga yfir gosstöðvarnar í gær vegna veðurs en áfram er fylgst með framvindu gossins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar