Rökkurdögum lýkur

Gunnar Kristjánsson

Rökkurdögum lýkur

Kaupa Í körfu

MENNINGARVÖKU sem staðið hefur yfir í Grundarfirði frá 26. október lauk um helgina. Menningarvikan hefur verið viðburðarík, uppákomur verið á veitingahúsum og í öðrum sölum í bænum og hafa þær verið vel sóttar. Á fimmtudagskvöldið flutti Klezmerbandið sem skipað er kennurum tónlistarskólans gyðingatónlist í Krákunni. Jón Ásgeir Sigurvinsson, sem er í miðið, söng nokkur lög með bandinu. Á föstudagskvöldið var Ólína frá Ökrum með tónleika á Hótel Framnesi og það sama kvöld var konukvöld með dulrænu ívafi á Kaffi 59. Á laugardegi var síðan dagur unga fólksins í Samkomuhúsi Grundarfjarðar en þar léku unglingahljómsveitir, lesið var upp úr nýútkomnum bókum og boðin upp listaverk nemenda Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar