Húnabjörg kemur með Mugg

Húnabjörg kemur með Mugg

Kaupa Í körfu

MUGGUR KE, handfærabátur frá Keflavík, strandaði í gær undir Króksbjargi, u.þ.b. 8 mílur norður af Skagaströnd. Einn maður var um borð og sakaði hann ekki. Blíðskaparveður var þegar strandið átti sér stað og kom Húnabjörgin, björgunarskip Skagafjarðar, á staðinn skömmu eftir að skipstjóri Muggs kallaði eftir aðstoð. Góðar aðstæður voru á strandstað og gat Húnabjörgin dregið Mugg úr fjörunni og til hafnar á Skagaströnd. Báturinn var síðan tekinn á land til að athuga skemmdir og reyndust þær ekki verulegar. Skrúfan er ónýt og örlítill leki kom að bátnum. MYNDATEXTI: Húnabjörg dregur Mugg KE til hafnar á Skagaströnd í gær. Um borð í bátnum var tæpt tonn af fiski sem var landað strax eftir að Muggur kom að bryggju. Að því búnu var báturinn tekinn á land til að athuga skemmdir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar