Kornrækt í Eyjafirði

Benjamín Baldursson

Kornrækt í Eyjafirði

Kaupa Í körfu

Kornrækt fer stöðugt vaxandi í Eyjafirði og virðist árviss. Uppskera á þessu hausti er góð, um 4-5 tonn á hektara af þurrkuðu byggi. Atli Hörður Bjarnason bóndi á Rifkelsstöðum hóf kornrækt á síðastliðnu vori sem væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema að hann sáði korni sínu þar sem áður er talið að kornakurinn Vitaðsgjafi hafi verið. Í Víga-Glúmssögu segir: "En þau gæði fylgdu mest Þverárlandi, það var akur, er kallaður var Vitaðsgjafi, því að hann var aldrei ófrær, en honum hafði svo skipt verið með landinu að sitt sumar höfðu hvorir." MYNDATEXTI: Fyrsta þresking á kornakrinum Vitaðsgjafa í þúsund ár. Viðar Garðarsson er á vélinni, en í baksýn má sjá Rifkelsstaði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar