Lee A. Miller

Reynir Sveinsson

Lee A. Miller

Kaupa Í körfu

Sandgerði | Erlendir vísindamenn sem dvalið hafa í Sandgerði að undanförnu við rannsóknir á blettahnýðum tókst loksins að fanga eitt dýr í fyrradag. Þeir höfðu gert margar árangurslausar tilraunir til að ná dýri til rannsókna en þau eru svo vör um sig að það hafði ekki tekist fyrr. Fjöldi vísindamanna frá ýmsum heimshornum, undir forystu Lee A. Miller, prófessors við líffræðistofnun Háskóla Suður-Danmerkur í Óðinsvéum, hefur að undanförnu dvalið í Fræðasetrinu í Sandgerði við hvalarannsóknir. Einbeita vísindamennirnir sér að blettahnýði, rannsaka hljóðin sem hann gefur frá sér og samskipti. Hnýðingar eru litlir hvalir af höfrungaætt, mun stærri en hnísa. MYNDATEXTI: Lee A. Miller

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar