Sinubruni í Skorradal

Davíð Pétursson

Sinubruni í Skorradal

Kaupa Í körfu

Brennuvargar voru á ferð í skógarlendinu í Skorradal. Áratuga skógræktarstarf fuðraði upp á fáum mínútum. Landið sem þarna brann var sérlega erfitt til skógræktar. Jarðvegur lítill og rýr. Því var gripið til þess ráðs að gróðursetja fyrst birki og síðan, þegar það náði sér á strik, voru gróðursettar lerki- og furuplöntur. Birkið er nú 3-4 m. á hæð, og stærstu furu- og lerkiplönturnar komnar í 4-5 m. Það var grátlegt að horfa á þær fuðra upp, allt í efstu toppa. Þarna var meira en 30 ára gróðrarstarf eyðilagt á fáum mínutum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar