Öryggismiðstöðin

Sverrir Vilhelmsson

Öryggismiðstöðin

Kaupa Í körfu

Öryggismiðstöðin kynnti í gær nýja þjónustu undir heitinu "Heimaöryggi eldri borgara", sem kemur til með að stórauka öryggi eldri borgara sem búa heima, að því er fram kom á blaðamannafundi af þessu tilefni. Fram kom að þjónustan samanstendur af öryggishnappi sem borinn er á úlnlið þar sem kalla má með einu handtaki eftir aðstoð öryggisvarða, hreyfiskynjara með ferilvöktun ásamt reykskynjara sem beintengdur er stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar. MYNDATEXTI: Öryggi - Ómar Örn Jónsson, markaðsstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, kynnti nýju heimaþjónustuna fyrir eldri borgara á blaðamannafundi í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar