Sjálandsskóli

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sjálandsskóli

Kaupa Í körfu

Nú er Evróvisjónæði Íslendinga að ná hámarki enda Eiríkur Hauksson að fara að stíga á svið fyrir Íslands hönd næstkomandi fimmtudag. Af því tilefni hittum við nokkra krakka úr 6. bekk í Sjálandsskóla sem hafa mikinn áhuga á Evróvisjón, eins og reyndar flestir krakkar í dag. Þau Bergur Jóhannsson, María Guðlaug Guðmundsdóttir, Oddný Helga Einarsdóttir og Styrkár Þóroddsson hafa miklar skoðanir á Evróvisjón. Þau fylgdust vandlega með undankeppninni hérna heima og Oddný Helga var meira að segja viðstödd þegar Eiríkur Hauksson vann. Þau horfðu á hluta af samnorrænu þáttunum, Inför ESC, og voru sammála um að íslenska lagið væri langbest en Oddnýju þótti þó mörg önnur lög mjög flott líka. MYNDATEXTI Syngja með Eiríki Oddný, Bergur, María og Styrkár ætla að syngja með Eiríki Haukssyni, bæði á fimmtudaginn og laugardaginn og senda honum um leið góða strauma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar