Grænmeti

Sigurður Sigmundsson

Grænmeti

Kaupa Í körfu

KARTÖFLUBÆNDUR á Suðurlandi og við Eyjafjörð segja uppskeru sumarsins velta á því að almennileg rigning falli á næstunni, en kartöflugras er nú farið að visna og vöxtur víða hættur. Að sögn Sigurbjarts Pálssonar á Skarði í Þykkvabæ hefur aðeins vöknað á steini í sumar en ekkert að gagni. Hann ræktar kartöflur á 30 hekturum lands og hefur ekki tök á því að vökva það allt. Sprettan var ágæt snemmsumars og hefur hann þegar tekið upp nokkurt magn og selt í búðir en nú er svo komið að vöxturinn hægist og inn á milli eru blettir af skrælnuðum plöntum. MYNDATEXTI Uppskera Grænmetisbændur á Hverabakka II á Flúðum eru byrjaðir að taka upp kál en hafa þurft að vökva mikið í sumar með ýmsum leiðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar