Ís

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Ís

Kaupa Í körfu

Það er sama hversu hollur matur er valinn, það er hægt að fitna af öllu ef borðað er of mikið. Það hefur verið sannreynt í rannsóknum að langflest fólk borðar meira magn af mat og jafnvel langt umfram það sem þarf til að seðja hungrið, eftir því sem matarskammturinn er stærri. MYNDATEXTI: Vaxandi - Íslenski ísbúðaísinn hefur ekki orðið útundan þegar vaxandi skammtar eru annars vegar. Árið 1990 var algengt að lítill barnaís væri um 90 g og stóri ísinn 180 g. Í dag er barnaskammturinn hins vegar oft í kringum 140 g og sá stóri orðinn 230 g. Það má kannski segja það bót í máli að mjólkurísinn úr vélunum er tiltölulega orku- og fitusnauður með um 150 kkal í 100 g – án brauðs og dýfu. Það þýðir þó að stærsti ísinn veitir minnst 345 kkal og orkan margfaldast um leið og dýfan og kurlið bætast við.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar