Förðun

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Förðun

Kaupa Í körfu

MYNDATEXTI Dulúð "Það var sagan ,,Morðið í Austurlandahraðlestinni," eftir Agöthu Christie sem kveikti hugmynd Gucci Westman Neville, að haust- og vetrarlínu Lancôme í ár," segir Kristjana Rúnarsdóttir förðunarmeistari. "Yfir Austurlandahraðlestinni hvíldi alltaf dulúð og spenna og það gerir það líka í haust- og vetrarförðun Lancôme. Örlagateningurinn sem Alexis Mabille hannaði, með spilavíti hraðlestarinnar í huga er sérstaklega skemmtilegur. Í honum eru bæði augnskuggar og varalitir sem léku burðarhlutverk í förðuninni. Ég dró svarta línu eftir augnlokunum og skyggði þau og augnsvæðið upp að augabrúnum með ljósgræna litnum úr Deep Fascination og þeim vínrauða úr Charisma. " Á kinnarnar notaði Kristjana plómulitaðan kinnalit nr. 21 frá Lancôme og á varirnar varalitinn úr Deep Fascination ásamt léttum gljáa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar