Bikarmeistarar Þórs

Skapti Hallgrímsson

Bikarmeistarar Þórs

Kaupa Í körfu

Stemmningin á Akureyrarvelli hefur líklega aldrei verið betri í sumar en á þriðjudagskvöldið og áhorfendur aldrei fleiri. Hátt í 700 manns mættu á úrslitaleik bikarkeppni KSÍ í 2. aldursflokki, þar sem Þór og KA áttust við – og sú tala er engar ýkjur; ég myndaði áhorfendastæðin og taldi fólkið! Akureyrskir stuðningsmenn sýndu sem sagt að þeir hafa engu gleymt, þó lítið hafi á þeim borið í sumar. Sungið var af miklum móð nær allan tímann. KA-menn voru líflegri á áhorfendastæðunum og greinilega vel undirbúnir en Þórsarar höfðu betur innan vallar, léku betur og sigruðu sanngjarnt, 1:0. Markalaust var eftir 90 mínútur en Einar Sigþórsson gerði eina markið í framlengingu. Einar meiddist fyrir skömmu en harkaði af sér og var ekki skipt út af fyrr en seint í MYNDATEXTI Markaskorarinn Einar Sigþórsson, t.v., og fyrirliðinn Þorsteinn Ingason eftir sigurinn á KA.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar