María Ólafsdóttir - Innlit

María Ólafsdóttir - Innlit

Kaupa Í körfu

Einar Sveinsson teiknaði þetta hús og það var gamall dúkur hér á gólfum og þar sem við vildum reyna að halda anda hússins þá settum við nýjan dúk á alla íbúðina, en ekki parket eða flísar. Eins gerðum við stigaganginn upp á eins mínimalískan hátt og við gátum, því við vildum láta stemninguna halda sér. Snúinn stigi og stór langur gluggi í stigagangi er alveg dæmigerður fyrir Einar Sveinsson, segir María Theódóra Ólafsdóttir hönnuður sem býr ásamt manni sínum Vigfúsi Birgissyni ljósmyndara, tveimur dætrum og hundinum Muggi á hæð í Norðurmýrinni þar sem er hátt til lofts og stór garður með fornum trjám umlykur húsið. MYNDATEXTI Listaverk, gamlar ljósmyndir og nýjar, smáhlutir. Þarna má sjá Djáknann á Myrká eftir Halla P., Nótt eftir Einar Jónsson og gamla ljósmynd af þremur Thorsurum, enda er María Thorsari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar