Tónleikar Kaupþings - Stuðmenn

Tónleikar Kaupþings - Stuðmenn

Kaupa Í körfu

Stuðmenn áskilja sér rétt til þess að koma fólki á óvart," segir Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon um flutning sveitarinnar á afmælistónleikum Kaupþings á föstudaginn. Stuðmenn voru síðastir á svið og vakti frammistaða þeirra mikla athygli, enda ólík flestu því sem menn hafa áður séð frá hljómsveit allra landsmanna. "Við gerðum það að gamni okkar að taka alla gítara og hefðbundin hljóðfæri af mönnum og setja þetta í rafrænt samhengi. Það kom ýmsum í mjög opna skjöldu, vakti kátínu margra og gremju annarra eins og gengur. En til þess eru Stuðmenn, til að stuða." MYNDATEXTI: Gesta-Bo - Björgin Halldórsson söng eitt lag með Stuðmönnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar