Manchester United og Bayern München

Skapti Hallgrímsson

Manchester United og Bayern München

Kaupa Í körfu

Ævintýraleg stemmning í fjóra sólarhringa vegna úrslitaleiks Manchester United og Bayern München í Barcelona. Lokasekúndur úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu voru ævintýri líkastar Svo halda sumir að knattspyrna snúist bara um knattspyrnu og hver leikur standi einungis í 90 mínútur! Það kom berlega í ljós í Barcelona á Spáni í síðustu viku að svo er ekki. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópukeppninnar milli Manchester United og Bayern M¨unchen stóð að sönnu strangt til tekið í 90 leik-mínútur, ef svo má að orði komast, eins og venja er í þessari íþróttagrein, en stuðningsmenn félaganna héldu uppi merki þeirra með söng og dansi ­ buðu til sannkallaðrar gleðiveislu, sem lengi verður í minnum höfð ­ í tvo sólarhringa fyrir leik. Þar voru áhangendur enska liðsins raunar mun kraftmeiri og svo vígalegir og hamingjusamir að sumum fannst nóg um á köflum. Í tvo og hálfan sólarhring að viðureigninni lokinni fagnaði svo gríðarlegur fjöldi þeirra áfram í borginni. MYNDATEXTI: MINJAGRIPIR af ýmsu tagi voru til sölu í Barcelona dagana fyrir leik. Þessir þremenningar voru ekkert að fela það með hvoru liðinu þeir héldu ...

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar