Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

Kaupa Í körfu

Hópur grunnskólanemenda af landinu öllu vann af kappi við hönnun og nýsköpun í menningarmiðstöðinni Gerðubergi um helgina. Allir höfðu þeir sent inn hugmyndir í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda en alls bárust að þessu sinni um 600 hugmyndir. Af þeim hafa 30 verið valdar úr og voru höfundar þeirra allir í vinnusmiðjum í Gerðubergi á laugardag og sunnudag. Þau Dagrún Sóla Ólafsdóttir, Alexandra Sveinsdóttir og Ögmundur Ögmundsson voru að saga út frauðplast í líkan þegar ljósmyndari leit inn í Gerðuberg um helgina. Valdór Bóasson smíðakennari og umsjónarmaður vinnusmiðjanna fylgist með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar