Hvalur 9 með fyrstu Langreyðarnar

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hvalur 9 með fyrstu Langreyðarnar

Kaupa Í körfu

FLENSARAR munduðu hnífana á ný á skurðarplaninu í Hvalfirði í morgun eftir að Hvalur 9 dró á land tvær langreyðarkýr. Ekki voru allir með handtökin á hreinu enda nokkuð margir nýliðar í hópnum. 26 ár eru síðan síðast voru stundaðar magnveiðar á langreyði hér við land, ef frá eru taldar sjö skepnur sem veiddar voru árið 2006. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, viðurkennir enda að hafa fengið fiðring þegar planið í Hvalfirðinum byrjaði að iða aftur af vinnandi mönnum. Meirihlutinn eru alveg nýir en það eru þónokkrir sem voru hérna hjá okkur í gamla daga og þeir kenna hinum, segir Kristján. MYNDATEXTI Á stími Hvalur 9 siglir í átt að landi með langreyðarnar tvær í eftirdragi. Önnur var 61 fet en hin 68 sem er svipað og í gamla daga að Kristjáns sögn en þá var meðallengdin um 62 fet.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar