Alþingi

Alþingi

Kaupa Í körfu

SVANDÍS Svavarsdóttir umhverfisráðherra segist telja það skyldu sína að greiða atkvæði um frumvarp um ríkisábyrgð ríkisstjórnarinnar vegna Icesave-samninganna. Hún var spurð að því á Alþingi í gær hvort hún teldi það leiða til vanhæfis að faðir hennar, Svavar Gestsson, hefði gegnt stöðu formanns samninganefndar Íslands. Svandís benti á að samkvæmt stjórnarskrá væru alþingismenn eingöngu bundnir af sannfæringu sinni, ekki reglum frá kjósendum. Í því fælist að hæfisreglur stjórnsýslulaga tækju ekki til þingmanna. Þá væri kveðið á um skyldu þingmanna til að taka þátt í atkvæðagreiðslum í þingskaparlögum og einu hæfiskröfurnar væru, að þeir greiddu ekki atkvæði með fjárveitingu til sjálfs sín. MYNDATEXTI Svandís Svavarsdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar