Megas og Þórður Magnússon

Einar Falur Ingólfsson

Megas og Þórður Magnússon

Kaupa Í körfu

Megas, magnús Þór Jónsson, og Þórður tónskáld sonur hans. Þórður útsetur lög eftir Megas fyrir kvartett og verður tónlistin flutt á Listahátíð. „Þetta er gömul hugdetta. Það var kominn tími á að ég syngi með kvartett eða kvintett,“ segir Megas. Á tónleikum á Listahátíð lítur hann yfir farinn veg, meðal annars með aðstoð Þórðar sonar síns sem útsetur lög hans fyrir strengjakvintett. Megas treður upp í Háskólabíói 24. þessa mánaðar, á stórtónleikum á vegum Listahátíðar. Hann segir að um þessar mundir séu 47 ár síðan hann fékk það embætti að mála leiktjöld fyrir uppfærslu menntaskólapilta á Útilegumönnum Matthíasar Jochumssonar. „Þá var Háskólabíó nýreist og ég þurfti að gera á gasbindi málverk sem var á stærð við allt sviðið,“ segir hann. Megas, Magnús Þór Jónsson, stillir ekki upp málverki að þessu sinni heldur stíga margir og ólíkir tónlistarflytjendur á svið með honum. Þar á meðal strengjakvintett sem sonur Megasar, Þórður Magnússon tónskáld, hefur útsett fyrir. „Þetta er gömul hugdetta. Það var kominn tími á að ég syngi með kvartett eða kvintett,“ segir Megas þegar þeir feðgar eru spurðir út í verkefnið sem er framundan. Hann segist hinsvegar ekki muna hvað leiddi til þessa að þeir réðust í þetta einmitt núna. „Ég man það ekki heldur,“ segir Þórður. „Ég var allt í einu kominn með hugmyndina – og hún kom ekki frá mér.“ „En mér fannst þetta mjög snjallt þegar þetta var komið upp á borðið,“ segir Megas. „Drengurinn er tónfræðimenntaður, og menntaður sem kompónisti, en ég lærði bara af dægurlagaútsetningum í gamla daga.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar