FVH og Deloitte & Touche

Jim Smart

FVH og Deloitte & Touche

Kaupa Í körfu

NAUÐSYNLEGT er að stjórnarmenn í fyrirtækjum séu vel upplýstir um starfsemina og kunni vel skil á þeim reglum sem um það gilda. Á þetta jafnt við um aðalmenn sem varamenn í stjórn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Árna Harðarsonar, hæstaréttarlögmanns, á hádegisverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga og Deloitte & Touche í gær. Yfirskrift fundarins var Ábyrgð stjórnenda og endurskoðenda fyrirtækja, afleiðingar vanrækslu, mistaka og lögbrota. Auk Árna flutti Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi og dósent við Háskóla Íslands, erindi á fundinum. MYNDATEXTI: Fullt var út úr dyrum á fundi FVH og Deloitte & Touche um ábyrgð stjórnenda og endurskoðenda fyrirtækja í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar