50 ára afmæli Fuglaverndar

50 ára afmæli Fuglaverndar

Kaupa Í körfu

Fimmtug fuglavernd Hallgrímur Gunnarsson sagði forvitnum gestum og gangandi frá fuglalífinu í Nauthólsvík og nágrenni höfuðborgarinnar. Fuglaverndarfélag Íslands fagnaði hálfrar aldar afmæli sínu á laugardaginn var. Fjölbreytt afmælisdagskrá var í boði og var að sjálfsögðu byrjað á fuglaskoðun þar sem Hallgrímur Gunnarsson upplýsti áhugamenn um fuglalífið í Nauthólsvíkinni. Að því loknu voru haldin fjölbreytt erindi um efni á borð við hlýnun loftslags og áhrif hennar á jörð, haf og dýralíf. Um kvöldið var gestum boðið upp á hanastél undir ljúfum tónum fuglatengdra hljómsveita á borð við Byrds og Eagles.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar