Krakkar að leik í sólinni í Garðabæ

Krakkar að leik í sólinni í Garðabæ

Kaupa Í körfu

Það er ekki bara í Nauthólsvík sem íslenskir sóldýrkendur geta komist í tæri við strandstemningu eins og hún gerist best erlendis. Í Sjálandshverfinu í Garðabæ er ylströnd sem jafnan nýtur mikilla vinsælda á góðviðrisdögum eins og í gær. Unga kynslóðin tók tilboði veðurguðanna fegins hendi og héldu börnin út á strönd með skóflu og fötu. Krakkarnir voru í óðaönn að búa til stíflu þegar ljósmyndara bar að garði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar