Drangsnes - Einstakir pottar í fjöruborðinu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Drangsnes - Einstakir pottar í fjöruborðinu

Kaupa Í körfu

Á Drangsnesi eru allsérstakir heitir pottar sem standa gestum og gangandi til boða að kostnaðarlausu. Eru þeir staðsettir í fjöruborðinu og fá náttúruunnendur mikið fyrir sinn snúð þar sem þeir sitja og horfa út á hafið á meðan þeir láta ylinn leika um sig. Pottarnir eru þrír og var þeim komið fyrir eftir að heitt vatn fannst á Drangsnesi árið 1997. Pottarnir hafa notið mikilla vinsælda jafnt hjá heimamönnum sem ferðamönnum og ekki stendur til að fjarlægja þá, þrátt fyrir að byggð hafi verið glæsileg sundlaug á Drangsnesi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar