Ný verslun á holtinu

Líney Sigurðardóttir

Ný verslun á holtinu

Kaupa Í körfu

Holtið Hildur Kristín, Vikar Már og litla Emma Matthildur tóku vel á móti gestum við opnun búðarinnar. Fjölmenni var á staðnum Það heyrir til tíðinda ef ný verslun bætist við á lands- byggðinni en sú er reyndin á Þórshöfn. Hildur Kr. Aðalbjörnsdóttir og Vikar Már Vífilsson breyttu bílskúr sínum í litla verslun sem ber nafnið Holtið og á nafnið vel við þar sem þau búa „uppi á holti“ eins og efsti hluti Langanesvegar er jafnan nefndur. Á boðstólum verður einkum garn og prjónavara auk gjafavöru af ýmsu tagi og er almenn ánægja með þetta framtak. Þórshafnarbúar fjölmenntu í Holtið þegar opnað var s.l. sunnudag og hannyrðakonur létu sig ekki vanta í nýju búðina. „Opnunartími verður sveigjanlegur og alveg óhætt að banka á heimilisdyrnar ef eitthvað vantar, það er stutt að skjótast yfir,“ sagði Hildur Kristín sem ætlar að veita góða þjónustu í litlu búðinni á holtinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar