Rannsóknir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Rannsóknir

Kaupa Í körfu

Veðjað á vísindin? ATHYGLISVERÐAR niðurstöður rannsóknar um stöðu grunnvísinda á Íslandi voru kynntar á ráðstefnu Rannsóknarráðs Íslands (Rannís) skömmu fyrir áramót. Þórólfur Þórlindsson og Inga Dóra Sigfúsdóttir kynntu þá skýrslu sína um stöðu íslenskra grunnvísinda þar sem m.a. kom fram að ef litið er á birtingar íslenskra vísindamanna í ritrýndum erlendum tímaritum og hversu oft er vísað til íslenskra vísindamanna í öðrum greinum kemur í ljós að íslenskir vísindamenn standa nágrannaþjóðunum ekki að baki miðað við höfðatölu. Á sama tíma er íslenskt fjármagn til rannsókna mun minna en hjá nágrannaþjóðunum. Morgunblaðið greindi frá fundinum á sínum tíma og kom þar m.a. fram að þessi niðurstaða hefði virst koma ýmsum fundarmönnum á óvart og reynt hefði verið að leita skýringa á því hvers vegna íslenskir vísindamenn stæðu svo framarlega sem raun ber vitni. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar