Búdrýgindi - Hljómsveit úr Kópavogi

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Búdrýgindi - Hljómsveit úr Kópavogi

Kaupa Í körfu

Músíktilraunir Tónabæjar Annað tilraunakvöld Músíktilrauna, hljómsveitakeppni Tónabæjar, er í kvöld. Árni Matthíasson segir frá hljómsveitunum sem etja kappi í kvöld. MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar hófust í síðustu viku og í kvöld verður þeim fram haldið. Í síðustu viku kepptu átta sveitir um rétt til þátttöku í úrslitum í næstu viku og í kvöld takast níu á um sæti í úrslitum. Í keppninni taka þátt hljómsveitir hvaðanæva af landinu, flestar úr Reykjavík og nágrenni sem vonlegt er, og í kvöld er aðeins ein sveit utan af landi, Hyldýpi frá Selfossi. Af hinum sveitunum eru fjórar úr Reykjavík, tvær úr Hafnarfirði, ein úr Garðabæ og ein úr Kópavogi, en hljómsveitir þaðan eru sjaldséðar í Músíktilraunum fyrir einhverjar sakir. MYNDATEXTI: Búdrýgindi Strákarnir í Búdrýgindum eru úr Kópavogi. Þeir eru Benedikt Smári Skúlason gítarleikari, Viktor Örn Árnason bassaleikari, Axel Haraldsson trommari og Valgeir Tómasson söngvari. Þeir eru allir á þrettánda árinu og spila rokk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar