Verðbréfaþing - Tryggvi Pálsson

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Verðbréfaþing - Tryggvi Pálsson

Kaupa Í körfu

VÞÍ vill að tíðni uppgjöra fyrirtækja verði aukin Dregur úr líkum á innherjasvikum VERÐBRÉFAÞING Íslands hf. hefur áhuga á að fleiri skráð fyrirtæki taki upp opinber níu mánaða uppgjör og síðar meir þriggja mánaða uppgjör. Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Verðbréfaþings, sagði á aðalfundi þingsins sem haldinn var í gær að búast mætti við að ákvörðun yrði tekin á næsta starfsári um aukna tíðni uppgjöra. Það yrði þó aðeins gert að höfðu samráði við skráð hlutafélög og með hliðsjón af væntanlegri samræmingu reglna norrænna kauphalla í NOREX, sem viljayfirlýsing hefur verið undirrituð um að VÞÍ kaupi hlut í. MYNDATEXTI: Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Verðbréfaþings Íslands hf., í ræðustól á aðalfundi VÞÍ sem haldinn var í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar