Bílbruni við Hringbraut

Stefán Einar Stefánsson

Bílbruni við Hringbraut

Kaupa Í körfu

Bifreið er illa farin eftir að eldur kom upp í henni á bensínstöð N1 við Hringbraut í Reykjavík rétt eftir hádegið í gær en engin slys urðu á fólki. Slökkviliðsmenn komu á dælubíl og slökktu eldinn. Það flækti slökkvistarf að bíllinn, sem er af gerðinni Volvo XC90, er tengiltvinnbíll með rafhlöðu. Slökkvistarf gekk engu að síður vel. Ekki fengust upplýsingar í gærkvöldi um ástæður þess að eldur kom upp í bílnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar