Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg

Þórður

Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg

Kaupa Í körfu

Ísland fullgilti Mannréttindasáttmála Evrópu 1953 og veitti honum lagagildi 1994. Var það gert að tillögu nefndar sem var skipuð í framhaldi af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Þorgeirs Þorgeirsonar árið 1992. Var henni m.a. falið að taka afstöðu til lögfestingar sáttmálans svo tryggja mætti með ótvíræðum hætti að beita mætti ákvæðum sáttmálans framar íslenskum lögum sem gengju gegn honum. Áður en sáttmálinn var lögleiddur höfðu íslenskir dómstólar ekki talist bundnir af honum né skýringum Mannréttindanefndar Evrópu og Mannréttindadómstólsins ef þær stönguðust á við íslensk lög. MYNDATEXTI: Hús Evrópuráðsins í Strassborg ATH: mynd úr safni , óbirt Umslag : Evrópuráðið - Mannréttindadómstóllinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar