klakastífla Ölfusá

Ottar Geirsson

klakastífla Ölfusá

Kaupa Í körfu

Ölfusá flæddi yfir veginn í Ósabotna að dæluhúsum Sel- fossveitna í gær. Húsin standa á þurru og ollu aðstæður því ekki áhyggjum hjá lögreglu. Þó er grannt fylgst með þróun mála. „Það er búið að vera frost það lengi og það mikill ís sem hefur lagst yfir Hvítá, Ölfusá og fleiri ár á Suðurlandinu. Við erum bara að fylgjast með. Við eigum fund með Veðurstofu á hverjum degi eins og alla hina dagana,“ sagði Odd- ur Árnason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Selfossi, í samtali við mbl.is í gær. „Þetta er náttúrlega náttúran sem er við að fást. Ef það kemur til dæmis stífla í einhverja á þá er fátt annað að gera en að bíða þar til hún ryður sig,“ sagði Oddur enn fremur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar