Guðmundur Ingason

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Guðmundur Ingason

Kaupa Í körfu

Guðmundur Ingason fæddist í Skerjafirði 1954 og ólst upp á Seltjarnarnesi til 11 ára aldurs er hann flutti í Kópavog. Einnig var hann á Ísafirði á sumrin. Hann varð stúdent frá MR 1974 og lauk BSc.-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1978. Með háskólanámi vann hann m.a. hjá Hafrannsóknastofnun og Framleiðslueftirliti sjávarafurða. Að loknu námi fór hann í fullt starf hjá Framleiðslueftirlitinu sem eftirlitsmaður og varð deildarstjóri hreinlætis- og búnaðardeildar 1980. Hann vann sem sjálfstæður eftirlitsmaður og síðan hjá Marbakka hf. áður en hann hóf eigin rekstur 1987. G. Ingason varð að hlutafélagi 1989. Auk G. Ingasonar hf. hefur Guðmundur stofnað nokkur fyrirtæki, Faxalón og Anglo-Iceland í Bretlandi. Einnig Freðfiskmarkað Íslands sem þróaðist í að verða markaður með freðfisk á Netinu. Guðmundur var einn af stofnendum Nýju skoðunarstofunnar og stjórnarformaður. Nýja skoðunarstofan sameinaðist síðan Frumherja hf. Eiginkona

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar