Snjór í Kópavogi

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Snjór í Kópavogi

Kaupa Í körfu

Það var gleðistund hjá mörgu barninu á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudagsmorgun þegar úr lofti kom hundslappadrífa sem þakti jörðu á skammri stundu. Á lóðum leikskóla og grunnskóla fór ekki milli mála að yngstu borgararnir voru orðnir langeygir að fá þetta úrvalsbyggingarefni í hendur og móta úr því snjókalla, snjóhús og annan skúlptúr. Listaverk dagsins fengu hins vegar ekki að standa lengi því farið var að rigna í borginni síðdegis og jörð orðin nær alauð í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar